B�L
arsrit_2013banner
SendaFrett
askriftbanner

aboutus.png

Leit á vefnum

Nýjar fréttir

(23.10.14)
Vinnslan frumsýnir sitt fyrsta leikverk
Í Strengjum blandar Vinnslan saman...
(23.10.14)
Beint í æð í Borgarleikhúsinu
Föstudaginn 31. október frumsýnir Borgarleikhúsið...
(22.10.14)
Leikfélag Rangæinga æfir Fullkomið brúðkaup
Leikfélag Rangæinga æfir nú af...
(20.10.14)
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Elskhugann
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Elskhugann eftir...
(20.10.14)
Aukasýningar á Emil á Sauðárkróki
Uppselt á 4 sýningar í...
(20.10.14)
Leikfélag Ölfuss frumsýnir Enginn með Steindóri
Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikritið Enginn...
(17.10.14)
Brúðkaup í Fjallabyggð
Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir gamanleikinn Brúðkaup...
Vinnslan frumsýnir sitt fyrsta leikverk
Fimmtudagur, 23. október 2014 14:52
 

strengirÍ Strengjum blandar Vinnslan saman listformum og setur upp verk sem fjallar um sjálft vinnuferlið. Hvaðan kemur efniviðurinn? Er einlægnina að finna bakvið tjöldin? Kemur sannleikurinn í ljós? Er sannleikurinn yfir höfuð áhugaverður?

Sýningin er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20:00.

Nánar...
 
Beint í æð í Borgarleikhúsinu
Fimmtudagur, 23. október 2014 11:55
 

beintiaedFöstudaginn 31. október frumsýnir Borgarleikhúsið á stóra sviðinu farsann Beint í æð eftir Ray Cooney. Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið en leikstjórn er í höndum Halldóru Geirharðsdóttur. Hlátrasköll hafa borist af æfingum síðustu mánuði og er nokkuð víst að um mikla gleðisprengju er að ræða.

Nánar...
 
Leikfélag Rangæinga æfir Fullkomið brúðkaup
Miðvikudagur, 22. október 2014 17:14
 

fullkomid_hopurLeikfélag Rangæinga æfir nú af kappi breska farsann Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í þýðingu Arnar Árnasonar. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson og er þetta í annað skiptið sem hann leikstýrir hjá félaginu en hann leikstýrði einnig Góðverkin kalla á síðasta leikári. Frumsýnt verður 7. nóvember í Hellubíói á Hellu.

Nánar...
 
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Elskhugann
Mánudagur, 20. október 2014 23:29
 

Elskhuginnn_032_250x187Leikfélag Kópavogs frumsýnir Elskhugann eftir Harold Pinter sunnudaginn 26. okt. kl. 20.00. Harold Pinter er eitt af áhrifamestu leikskáldum samtímans og vann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005. Eins og mörg verka hans er Elskhuginn margslungið verk. Það fjallar um samband hjóna sem lifa óvenjulegu hjónabandi svo ekki sé meira sagt og hefur af sumum verið lýst sem dramatískri kómedíu. Örn Alexandersson leikstýrir og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika. Aðeins 5 sýningar verða á leikritinu.

Nánar...
 
info@leiklist.is - sími: 551-6974 - Fax: 562-2984 - Kleppsmýrarvegur 8 104 Reykjavik - kt. 440169-0239 - Vefstjori: lensherra@leiklist.is